Fréttir

 • Skákkennsla grunnskólabarna

  Skákkennsla grunnskólabarna

  Fischersetrið á Selfossi mun í samstarfi við Sveitarfélagið Árborg og Skákskóla Íslands standa fyrir skákkennslu fyrir grunnskólabörn í Fischersetrinu á sunnudögum frá kl. 11.00–12.30. Yfirumsjón með kennslunni hefur Helgi Ólafsson, stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands. Alls verða þetta 10 sunnudagar og fyrsti tími verður sunnudaginn 25. september. nk. Þeir sem hafa áhuga á skákkennslunni eru beðnir um að mæta u.þ.b. 30 mínútum  áður en fyrsta æfing hefst til að ganga frá skráningu og greiðslu nemendagjalds sem er kr. 4.500 fyrir þessi 10 skipti.

  26.9.2016 | Sjá nánar »

 • Börnin í Hulduheimum fengu að sjá ýmsar tegundir sjávardýra

  Börnin í Hulduheimum fengu að sjá ýmsar tegundir sjávardýra

  Í dag, 23.sept. fengu börnin í leikskólanum Hulduheimum að sjá ýmsar tegundir af sjávardýrum sem einn sjómannspabbinn kom með. Börnin fengu að kíkja í Riddaragarð til að skoða. Sumir vildu snerta eða halda á fiski, humri eða öðrum sjávardýrum en aðrir vildu bara horfa. Einhverjum fannst svo lyktin svolítið skrítin. Skemmtilegt framtak sem eykur bara á fræðslu barnanna um dýralífið í sjónum.

  23.9.2016 | Sjá nánar »

 • Ungmennaráð Árborgar fundaði með bæjarstjórn

  Ungmennaráð Árborgar fundaði með bæjarstjórn

  Mánudaginn 19. september var árlegur fundur ungmennaráðs Árborgar með bæjarstjórn sveitarfélagsins. Á fundinum kemur ungmennaráð með tillögur að verkefnum ásamt fyrirspurnum til bæjarstjórnar sem aðilar reyna svo að vinna að sameiginlega. Á fundinum lögðu fulltrúar ungmennaráðsins m.a. fram tillögur um bíllausa viku í Árborg, vinna að því að gera Árborg plastpokalaust samfélag, auka fræðslu til ungmenna um stéttarfélög og geðheilbrigði, koma upp aksturíþróttasvæði sem væri hægt að nota undir ökukennslu og virkja lífsleiknitíma í grunnskólum betur. Ráðið lagði einnig fram fyrirspurn um menningarsalinn í Hótel Selfoss og lagði áherslu á að það þyrfti að koma salnum í nothæft ástand.

  23.9.2016 | Sjá nánar »

 • Menningarmánuðurinn október 2016

  Menningarmánuðurinn október 2016

  Menningarmánuðurinn október verður haldin hátíðlegur sjöunda árið í röð í Sveitarfélaginu Árborg. Nú í ár verða viðburðirnir fjölbreyttir líkt og endranær en helstu viðburðir eru opnun söguskilta, tónleikar, fjölmenningardagur og sögukvöld. Dagskrá hátíðarinn er í mótun og mun liggja fyrir í byrjun næstu viku. Áhugasamir sem eru með viðburði í mánuðinum geta tengt sinn viðburð við hátíðina og er hægt að senda upplýsingar á bragi@arborg.is eða hringja í síma 480-1900. Bætum við viðburðum í dagskrána til 30. september nk.

  22.9.2016 | Sjá nánar »

 • 21.9.2016

  Fjölmenningardagur á Stað á Eyrarbakka laugardaginn 22.október 2016 (English)

 • 19.9.2016

  Nafnasamkeppni um göngu- og hjólreiðastíginn milli Eyrarbakka og Stokkseyrar

 • 19.9.2016

  Nemendur í BES gróðursettu tré í tilefni af Degi íslenskrar náttúru

 • 12.9.2016

  Tilkynning frá Selfossveitum