Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Bæjarstjóri

Bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar er: 
Fjóla Steindóra Kristinsdóttir fjolask@arborg.is

Fjola-S-KristinsdottirFjóla St. Kristinsdóttir er fædd þann 27. febrúar 1972 á Selfossi. Hún hefur lokið margvíslegri menntun meðal annars iðnmenntun, er vottaður fjármálaráðgjafi, er með Bsc í viðskiptafræði, kennsluréttindi á meistarastigi og með MBA gráðu frá Háskóla Íslands. 

Fjóla býr yfir víðtækri reynslu úr atvinnulífinu. Starfaði tæp 7 ár í Landsbankanum á Selfossi, síðast sem viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði. Áður vann hún á velferðarsviði í Ráðhúsi Árborgar og sá um fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins.

Síðustu ár hefur Fjóla einnig kennt námskeiðið Velferð í fjármálum við Fræðslunet Suðurlands auk þess að kenna fjármálalæsi í grunn- og framhaldskólum fyrir SFF.

Fjóla er gift Snorra Sigurðarsyni fasteignasala og saman eiga þau þrjú börn tengdadóttur og eitt barnabarn. Fjóla hef tekið virkan þátt í sjálfboðavinnu á sviði íþrótta sem og annarra trúnaðarstarfa í samfélaginu.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica