Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


1.10.2019

1. fundur hverfisráðs Sandvíkurhrepps

  1. Fundur hverfisráðs Sandvíkurhrepps haldin 21.mars 2019 kl. 16:15
Mætt: Margrét K. Erlingsdóttir María Hauksdóttir Anna Valgerður Sigurðardóttir Páll Sigurðsson Kjartan Björnsson Arna Ýr Gunnarsdóttir og Oddur Hafsteinsson boðuðu forföll.
  1. Kosinn varaformaður Anna Valgerður Sigurðardóttir.
Kosin ritari María Hauksdóttir.  
  1. Umræður um samþykktir hverfisráða.
Rætt var um hlutverk hverfisráða og hvers sveitarfélagið væntir af þeim. Hverfisráðið er sammála um að ekki sé ráðlegt að gera hverfisráðin að hefðbundnum nefndum innan sveitarfélagsins. Hverfisráðið telur að betra sé að halda óbreyttri aðferð við skipan fulltrúa. Einnig telur hverfisráðið mikilvægt að einhver ákveðinn starfsmaður sveitarfélagsins sé tengiliður við hverfisráðin.             Hverfisráð Sandvíkurhrepps leggur til eftirfarandi breytingar á samþykktum: 1.gr. Fella út orðið fyrrum í síðustu línu. 2.gr. Breyta svæðis í hverfis. 3.gr. Á sama hátt og í 2.gr. falli út svæðanna og svæðis og í staðinn komi hverfanna og hverfum. 4.gr. Í stað: kjörtímabil hverfisráða er eitt ár, komi: kjörtímabil hverfisráða er tvö ár og skal kosið í september annað hvert ár. (Næst kosið 2020) 7.gr. verði svona: Fundir hverfisráða skulu alla jafna haldnir fyrir luktum dyrum og er óheimilt að greina frá ummælum einstakra fundarmanna á fundum þeirra. Hverfisráður er þó heimilt að hafa fundi sína opna fyrir íbúum viðkomandi hverfis. Skal þá gera ráð fyrir sérstökum dagskrárlið: Fyrirspurnir og athugasmendir frá íbúum. Fyrirspurnir og athugasemndir má senda hverfisráðinu fyrirfram eða bera fram á fundinum. Hverfisráð skal halda einn opin íbúafund á ári og auglýsa hann sérstaklega. Hverfisráð skulu skrá fundargerðir og senda eftirrit fundargerða til bæjarráðs jafnóðum.  
  1. Fundartími ákveðin annan fimmtudag í mánuði kl. 16:15. Næsti fundur 16. apríl.
  Fundi sliti kl. 17:35.        

Þetta vefsvæði byggir á Eplica