Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


21.3.2019

10.  fundur bæjarstjórnar

10.  fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn miðvikudaginn 20. mars 2019, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00.  Mætt:                      Helgi Sigurður Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi, M-lista Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarfulltrúi, Á-lista Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi, D-lista Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi, D-lista Ari B. Thorarensen, bæjarfulltrúi, D-lista Sveinn Ægir Birgisson, varamaður, D-lista Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Rósa Sif Jónsdóttir, ritari Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna og einnig bauð hann velkomna á fundinn Helgu Maríu Pálsdóttur, bæjarrita. Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi, D-lista, tók til máls og gerði athugasemd við fundarboð. Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar, lagði til að fresta framlagningu fundargerða í liðum 17, 18 og 19 þar til þær hafa verið teknar fyrir á fundi bæjarráðs. Tillaga var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.  Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1903052 - Reglur um innritun í grunnskóla í Sveitarfélaginu Árborg
  Tillaga frá 9. fundi fræðslunefndar frá 13. mars sl., liður 6 - Reglur um innritun í grunnskóla í Sveitarfélaginu Árborg. Fræðslunefnd samþykkir reglurnar og vísar þeim til frekari afgreiðslu í bæjarstjórn.
  Lagt er til að bæjarstjórn samþykkti reglurnar. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
     
2. 1806094 - Breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar
  Síðari umræða
  Lagt er til að breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp verði samþykktar. Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, bæjarfulltrúar D-lista voru á móti. Ari Björn Thorarensen, D-lista tók til máls.
     
3. 1902222 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2019
  Yfirlitsblað frá fjármálastjóra. Á 27. fundi bæjarráðs var samþykkt samhljóða að kaupa rafmagnsbifreið fyrir tölvudeildina. Kostnaður 1.500.000 kr. bókast á málaflokk 34-150 þjónustumiðstöð - fjárfesting. Útgjöldum er mætt með lækkun á handbæru fé.
  Viðauki við fjárhagsáætlun 2019 var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða með 9 atkvæðum.
     
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á -lista, vék af fundi við afgreiðslu næsta máls.
4. 1902208 - Tillaga að deiliskipulagi - Vonarland
  Tillaga frá 15. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 6. mars sl., liður 8 - Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.
  Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 8 atkvæðum.
     
5. 1811139 - Ósk um deiliskipulag - Vöttur
  Tillaga frá 15. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 6. mars., liður 18 - Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.
  Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
     
6. 1903014 - Kaup á húsnæði við Búðarstíg 22, Eyrarbakka
  Tillaga frá 27. fundi bæjarráðs frá 7. mars sl., liður 7 - Bæjarráð fagnar því að húsnæðismál Byggðasafns Árnesinga komist með þessum hætti í ásættanlegt horf til framtíðar. Með kaupunum gefast ný tækifæri til að styrkja og efla safnastarfsemi á Suðurlandi. Bæjarráð samþykkir erindið og vísar því áfram til fullnaðarafgreiðslu í bæjarstjórn þar sem staðfest verði að Sveitarfélagið Árborg veiti ábyrgð fyrir lántöku, í samræmi við sína eignarhlutdeild, vegna kaupa fasteignar fyrir Byggðasafn Árnesinga. Heildarlántaka Byggðasafns Árnesinga verður allt að 100 m.kr., samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdastjórn Héraðsnefndar Árnesinga.
  Ákvörðun sveitarstjórnar um að veita stofnun/félagi, sem sveitarfélagið á í samvinnu við önnur sveitarfélög, einfalda ábyrgð vegna lántöku þess hjá Lánasjóði sveitarfélaga og hún tryggð með tekjum sveitarfélagsins: Sveitarfélagið Árborg samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð á sínum hluta vegna lántöku stofnunar Héraðsnefndar Árnesinga, Byggðasafni Árnesinga, hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 100.000.000 kr. til allt að 15 ára. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Byggðasafni Árnesinga. Sveitarfélagið Árborg veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að ganga frá kaupum á húsnæði Byggðasafnsins á Eyrabakka og endurbótum þess sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Byggðasafns Árnesinga til að breyta ekki ákvæði samþykkta stofnunar sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila. Fari svo að Sveitarfélagið Árborg selji eignarhlut í Byggðasafni Árnesinga til annarra opinberra aðila, skuldbindur Sveitarfélagið Árborg sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta. Jafnframt er Gísla Halldóri Halldórssyni, kt. 151066-5779 , veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Sveitarfélagsins Árborgar veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn. Kjartan Björnsson, D-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista, Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls.
     
 
7. 1902212 - Umferðarskipulag á Austurvegi á Selfossi
  Tillaga frá 22. fundi framkvæmda- og veitustjórnar frá 13. mars sl., liður 6 - Umferðarskipulag á Austurvegi á Selfossi. Eftir að nýr hringvegur verður tekinn í notkun norðan Selfoss með nýrri brú á Ölfusá er fyrir séð að veghald á Austurvegi kunni að falla til sveitarfélagsins. Framkvæmda- og veitustjórn leggur til við bæjarstjórn að skipaður verði þverfaglegur vinnuhópur til að hefja vinnu við framtíðarskipulag og uppbyggingu á umferðarmannvirkjum í tengslum við fyrirhugaða breytingu á legu þjóðvegar nr.1.
  Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar, lagði til að eftirtaldir aðilar verði skipaðir í þverfaglegan vinnuhóp um vinnu við framtíðarskipulag og og uppbyggingu á umferðarmannvirkjum í tengslum við fyrirhugaða breytingu á legu þjóðvegar nr.1: Helgi S. Haraldsson, Tómas Ellert Tómasson, Sigurður Andrés Þorvarðarson, Ari Björn Thorarensen og Sveinn Ægir Birgisson. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
     
8. 1808039 - Úttekt á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum sveitarfélagsins
  Tillaga bæjarstjóra að aðgerðaráætlun, samkvæmt ósk bæjarstjórnar.
  Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, tók til máls og lagði fram til kynningar og fylgdi úr hlaði tillögu um aðgerðaráætlun vegna tillagna Haraldar L. Haraldssonar. Ari Björn Thorarensen, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, tóku til máls. Gert var fundarhlé. Fundi var fram haldið. Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls.
     
9. 1902217 - Endurskoðun aðgerðaráætlunar gegn einelti, ofbeldi og kynferðislegri kynbundinni áreitni
  Tillaga frá bæjarstjóra um stefnu gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum Sveitarfélagsins Árborgar, ásamt aðgerðaráætlun.
  Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, tók til máls og fylgdi úr hlaði tillögu að stefnu gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum Sveitarfélagsins Árborgar, ásamt aðgerðaráætlun og lagði til að stefnan verði samþykkt. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
     
10. 1903168 - Skerðing tekna Jöfnunarsjóðs og mat á áhrifum á einstök sveitarfélög
  Bókun stjórnar sambandsins vegna áforma um skerðingu á tekjum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
  Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, tók til máls og lagð fram eftirfarandi tillögu að bókun: Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar mótmælir harðlega þeim áformum fjármálaráðherra og ríkisstjórnar að skerða framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um a.m.k. 3,3 milljarða á árunum 2020 og 2021. Skerðingin kemur harðast niður á útgjaldajöfnunarframlögum, en þau renna einkum til sveitarfélaga á landsbyggðinni sem hafa mörg hver veikan fjárhag. Skerðingin kemur einnig niður á framlögum til þjónustu við fatlað fólk og getur falið í sér að dregið verði úr þeirri þjónustu. Áætlað tekjutap sveitarfélaga á Suðurlandi af framlögum til útgjaldajöfnunar og vegna fasteignaskatts er um 505 millj.kr. og vegna málefna fatlaðra 29 millj.kr. Framlög til málefna fatlaðra hafa ekki staðið undir rekstrarkostnaði og bætir þetta ekki stöðu þess málaflokks. Árið 2015 voru samþykktar leiðréttingar á framlögum til málefna fatlaðra sem námu um 1,5 milljarði króna. Sú niðurstaða var samkomulag sem byggði á löngu og ítarlegu samráðsferli milli ríkis og sveitarfélaga. Að þurrka nánast út með einu pennastriki þann árangur sem þá náðist er í hróplegu ósamræmi við það samstarf við ríkið sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt mikla vinnu í að styrkja á liðnum áratug. Einhliða ákvörðun ríkisvaldsins af þessu tagi er í andstöðu við það formlega samráðsferli ríkis og sveitarfélaga sem hefur þróast á undanförnum árum og fela áform þessi í sér algeran trúnaðarbrest gagnvart sveitarfélögunum í landinu. Ekki getur með nokkrum hætti talist eðlilegt að áhersla á að bæta afkomu ríkissjóðs skili sér í skerðingum á tekjum sveitarfélaganna, sem standa undir mjög stórum hluta almannaþjónustu í landinu. Bæjarstjórn krefst þess að áform um skerðingu tekna Jöfnunarsjóðs verði afturkölluð þegar í stað. Gunnar Egilsson, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Kjartan Björnsson, D-lista, tóku til máls. Tillaga að bókun var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
     
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, vék af fundi við afgreiðslu næsta máls.
11. 1609215 - Breytingar á deiliskipulagi Björkurstykkis
  Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista, tók til máls og fylgdi úr hlaði eftirfarandi bókun frá fundi skipulags- og byggingarnefndar frá því í dag. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði tillaga að nýju á deiliskipulagi fyrir Björkurstykki með þeim breytingum sem á tillögunni hafa verið gerðar. Ari Björn Thorarensen, D-lista, og Tómas Ellert Tómasson, M-lista, tóku til máls. Lagt er til að bæjarstjórn samþykki tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Björkurstykki með þeim breytingum frá upphaflegri tillögu sem skipulags- og byggingarnefnd hefur lagt til. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 8 atkvæðum.
     
Fundargerðir til kynningar
12. 1903090 - Fundargerðir hverfisráðs Eyrarbakka
  25. fundur haldinn 10. mars
  Gunnar Egilsson, D-lista, Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, og Tómas Ellert Tómasson, M-lista, tóku til máls.
     
Fundargerðir
13. 1902018F - Bæjarráð - 26
  Haldinn 28. febrúar
  Sveinn Ægir Birgisson, D-lista, tók tilmáls um lið 5, málsnr. 1901297 - Verkfallslistar 2019. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, tók til máls.
     
14. 1903001F - Bæjarráð - 27
  Haldinn 7. mars
  Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um lið 16, málsnr. 1901272 - Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurlands og lagði fram tillögu að eftirfarandi bókun: Bæjarstjórn Svf Árborgar tekur undir áhyggjur Heilbrigðisnefndar Suðurlands sem fram kemur í bókun nefndarinnar á 194. fundi þann 27 febrúar sl. Í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu sem upp er komin í sorpeyðingu á Suðurlandi,eru það mikil vonbrigði að Umhverfis- og auðlindaráðuneytið skuli hafa hafnað undanþágubeiðni Sorpstöðvar Rangárvallarsýslu um tímabundið leyfi til urðunar aukins magns úrgangs á Strönd á Rangárvöllum, en beiðnin var tilkomin vegna þeirrar ákvörðunar Sorpeyðingar höfuðborgarsvæðisins bs, að hætta að taka við úrgangi frá Suðurlandi. Einnig er sú ákvörðun ráðuneytisins að hafna undanþágubeiðni Svf Rangárþings eystra til urðunar aukins úrgangs á urðunarstaðnum Skógarsandi mikil vonbrigði. Bæjarstjórn tekur heils hugar undir hvatningu Heilbrigðisnefndar Suðurlands til Umhverfis og auðlindaráðuneytisins um að taka upp vinnu við heildstæða lausn við sorpeyðingu á landsvísu. Tillaga að bókun var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
     
15. 1903005F - Bæjarráð - 28
  Haldinn 14. mars
     
16. 1902019F - Skipulags og byggingarnefnd - 15
  Haldinn 6. mars
  Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista, tók til máls um liði 10 - 16 - Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfa. Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista, tók til máls um lið 17, málsnr. 1008692 - Ákvörðun varðandi túlkun skipulagsmála fyrir deiliskipulag Larsenstrætis. Ari Björn Thorarensen, D-lista, tók til máls. Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls um lið 19, málsnr. 1811085 - Lóðarumsókn - Larsenstræti 12. Gert var fundarhlé. Fundi var fram haldið.
     
17. 1902017F - Íþrótta- og menningarnefnd - 8
  Haldinn 12. mars
     
18. 1903003F - Fræðslunefnd - 9
  Haldinn 13. mars
     
19. 1903004F - Framkvæmda- og veitustjórn - 22
  Haldinn 13. mars
     
  Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:00  
Helgi Sigurður Haraldsson   Eggert Valur Guðmundsson
Arna Ír Gunnarsdóttir   Tómas Ellert Tómasson
Sigurjón Vídalín Guðmundsson   Gunnar Egilsson

Þetta vefsvæði byggir á Eplica